Umboðsmaður barna

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 16:19:02 (7496)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseti vill upplýsa hv. þm. um að hér er hinn versti misskilningur á ferð. Ég vil biðja hv. þm. að hlýða á mál mitt. Hér er mikill misskilningur á ferð. Þess hefur verið óskað að beðið verði eftir ráðherrum til að hlýða mál ríkisstjórnarinnar. Eftir á dagskránni er nær ekkert annað en þingmannamál en nú sé ég að þeir hæstv. ráðherrar sem beðið var eftir eru komnir og þess vegna mun verða tekið fyrir eins og til stóð 19. dagskrármálið, um húsaleigubætur. Áður en forseti gefur hæstv. félmrh. orðið vill forseti ítreka að hér var ekki um að ræða neinn sérstakan áhuga forseta á einstökum málum heldur ætlaði forseti einungis að fara fram á að þau mál yrðu afgreidd á tiltölulega stuttum tíma.