Húsaleigubætur

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 16:21:46 (7498)


[16:21]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Hæstv. forseti. Í framhaldi af yfirlýsingum hæstv. félmrh. vil ég geta þess í fjarveru fjmrh. að á ríkisstjórnarfundi í dag var samþykkt eftirfarandi yfirlýsing sem ég vil kynna, með leyfi forseta:
    Í upphafi næsta þings verður lagt fram frv. til laga um að leigutekjur vegna íbúðarhúsnæðis, allt að 300 þús. kr. á ári, verði undanþegnar tekjuskatti og útsvari.
    Við væntum þess að þær yfirlýsingar sem hæstv. félmrh. hefur gefið og ég hef nú gefið geti greitt fyrir meðferð málsins.