Stjórn fiskveiða

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 17:45:30 (7515)


[17:45]
     Gísli S. Einarsson :
    Virðulegur forseti. Ég vil gera grein fyrir atkvæði mínu við þessa tillögu. Ég gæti sett fram margar tillögur sem væru að mínu mati til bóta á þessu frv. Ég hef bent á það sem er viðurkennt að það eru a.m.k. 5% af þorskafla sem er hent í sjóinn aftur. Þar er um að ræða verðmæti sem nema allt að helmingi greiddra atvinnuleysisbóta. Ég hef beitt mér fyrir að tekið verði meira tillit til meðafla. Ég vona að sjómenn neyti allra ráða til að koma veiddum fiski inn í þjóðarverðmæti. Ég fórna minni hagsmunum fyrir meiri og segi nei.