Lyfjalög

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 18:13:51 (7528)


[18:13]
     Finnur Ingólfsson :
    Virðulegi forseti. Sú brtt. sem meiri hluti hv. heilbr.- og trn. leggur hér til er að mörgu leyti til bóta við frv. Þau markmið, sem þar eru sett fram um að draga úr óhóflegri lyfjanotkun, minnka lyfjakostnað bæði einstaklinga og almannatrygginga og draga úr kostnaði við heilbrigðisþjónustuna á sviði lyfjamála, eru auðvitað bara markmið sem hér eru sett fram og eru engu samræmi við annað sem fram kemur í frv. síðar. Það er því óhætt að greiða atkvæði með þeim markmiðum sem sett eru fram, en þau munu ekki nást, því miður, með því sem á eftir á að koma.