Lyfjalög

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 18:14:33 (7529)


[18:14]
     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir :
    Virðulegur forseti. Ég tel að sú markmiðslýsing sem kemur fram í 1. gr. og sérstaklega með þeirri brtt. sem hér er lögð fram sé góðra gjalda verð. Þar kemur fram að lyfjadreifing eigi að vera hluti heilbrigðisþjónustu og hún eigi að uppfylla opinber heilbrigðismarkmið hverju sinni. Markmiðið sé að auka fræðslu um lyfjanotkun, sporna gegn óhóflegri notkun og halda lyfjakostnaði í lágmarki. Allt eru þetta markmið sem eru mjög ágæt. Hins vegar virðist veruleikinn vera sá með þessu frv. að þessi markmið náist ekki og frv. sé að öðru leyti í nokkurri andstöðu við þessa markmiðslýsingu. En markmiðin eru góðra gjalda

verð og því samþykki ég þá grein sem að því lýtur og þessa brtt. sem hér liggur fyrir og segi já.