Lyfjalög

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 18:15:36 (7530)


[18:15]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Við 2. umr. um þetta mál lýsti hæstv. heilbr.- og trmrh. því yfir að skipuð yrði nefnd sem ætti að fylgjast með framkvæmd laganna ef þetta frv. yrði að lögum. Hann tjáði mér í dag að hann hefði skrifað forustumönnum eða formönnum þingflokkanna um það efni og ég tel að það sé mjög mikilvægt að þessi nefnd starfi og að hún fylgist alveg sérstaklega með því hvaða áhrif lögin hafa á lyfjaverð í landinu, ekki síst úti á landi þar sem við óttumst að um verði að ræða verulegar hækkanir á lyfjaverði. Með hliðsjón af því ræddum við um það nokkur, fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna, hvernig við mundum haga atkvæðum okkar hér í dag og gerum þar m.a. ráð fyrir að styðja ýmsa þætti frv. eins og það liggur fyrir og þó einkum ýmsar brtt. sem hafa orðið til í hv. heilbr.- og trn. og við teljum að séu til bóta. Við teljum m.a. að þessi tillaga sé til bóta og greiðum henni því atkvæði.