Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 18:41:04 (7536)


[18:41]
     Petrína Baldursdóttir (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Áður en atkvæðagreiðsla hefst um þetta dagskrármál vil ég koma því á framfæri að umhvn. hefur haldið fundi um málið eftir að 2. umr. hófst og meiri hluti hennar orðið sammála um að flytja brtt. við 3. umr. Þær tillögur varða 2., 6., 7., 9. og 12. gr. Þessar brtt. eru ekki miklar að vöxtum nema sú er varðar 12. gr.
    Það gafst ekki færi á að flytja þessar tillögur við 2. umr. en ég hygg að efni þeirra sé vel kunnugt þeim sem hafa fjallað um málið og vonandi til þess fallnar að skapa meiri samstöðu um málið. Breytingartillögunum verður útbýtt eftir þessa atkvæðagreiðslu og eftir að þingskjalinu, með áorðnum breytingum eftir 2. umr., hefur verið dreift á borð þingmanna. Jafnframt kalla ég þá aftur fyrir hönd meiri hluta nefndarinnar brtt. á þskj. 1053, 2. tölul. b, 6. tölul. a, 9. tölul. c--d, 12. tölul., 16. tölul., 18. tölul. f og 21. tölul. c. Þetta skýrist væntanlega betur við atkvæðagreiðsluna hér á eftir.