Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 18:51:40 (7543)


[18:51]
     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Ég vek athygli á því að sá hv. þm. sem beinir þessari fyrirspurn til mín er fyrrv. formaður nefndar sem skilaði ítarlegum tillögum um flutning ríkisstofnana út á land og að sá sem á að svara fyrirspurninni, sá sem hér stendur, var í þeirri nefnd og vann að því kappsamlega að gera tillögur með hv. fyrirspyrjanda um flutning miklu fleiri ríkisstofnana út á land. Ég tel það ákaflega skynsamlega stefnu. Fari þær sem flestar. Ég get því miður ekki orðið við tilmælum hans um að svara því á þá leið að ekki verði af þessum flutningi. Ég tel þetta vera framkvæmdarvaldsmál. ( GHelg: Það er ekki verið að biðja um það.) (Gripið fram í.) Já, ég tel þetta vera málefni framkvæmdarvaldsins.