Störf efh.- og viðskn. og allshn., verkfall meinatækna

154. fundur
Laugardaginn 07. maí 1994, kl. 09:19:49 (7561)


[09:19]
     Eggert Haukdal :
    Virðulegi forseti. Ég vil taka undir orð hv. þm. sem hafa síðast talað um þessa hörðu deilu meinatækna. Ég tek að vísu ekki undir orð þess sem síðast talaði, hv. 5. þm. Norðurl. v., því að í hans orðum var takmarkaður skilningur á þessari alvarlegu deilu. Það þyrfti að vera þannig að hæstv. ráðherrar og hv. alþm. biðu eftir rannsókn á sýnatöku hjá sjálfum sér ef það mætti verða til þess að menn vöknuðu í þessu máli og settu sig í spor þeirra sjúklinga sem bíða eftir að fá niðurstöður úr rannsókn. Þessi deila má ekki standa deginum lengur.
    En ég vil ítreka það sem ég sagði áðan, virðulegi forseti, að svör fáist um þau mál er ég gat um að lægju í nefndum. Ég vona að hæstv. forseti beiti sér fyrir því að báðar þessar nefndir, efh.- og viðskn. og allshn., afgreiði þau mál frá sér sem ég gat um.