Leikskólar

154. fundur
Laugardaginn 07. maí 1994, kl. 11:23:51 (7602)


[11:23]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég er nú ekki alinn upp í nágrenni við neitt munkaklaustur í Eyjafirði og náði þess vegna ekki seinustu ræðu. En ég vil þakka hæstv. menntmrh. fyrir það að hann sýndi heiðarlega viðleitni til að svara þeirri spurningu sem ég varpaði til hæstv. ráðherra og notaði sömu orðin og voru í upphafi minnar brtt., ,,þrátt fyrir``, sem inngangspunkt í svari sínu. Hann gat þess reyndar að hann hefði ekki skilið ræðuna eða spurninguna og að sjálfsögðu er það ekki saknæmt þó að menn skilji ekki spurningar, en það gerir það að sjálfsögðu að það verður mun erfiðara að svara þeim. Viðleitnina þakka ég engu að síður.