Leikskólar

154. fundur
Laugardaginn 07. maí 1994, kl. 11:26:43 (7604)


[11:26]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það var bara til að spara tíma sem ég fór ekki hér upp á eftir hverjum ræðumanni, enda svo sem ekki tilefni til þess alltaf.
    Ég tel alveg sjálfsagt að það verði athugað, ég tek það fram, það verði athugað, við útgáfu reglugerðar hvernig koma megi orðum að til þess að meiða nú ekki foreldra þeirra barna sem aðhyllast önnur trúarbrögð en kristna trú. Ég hef sagt það áður og segi það enn og aftur að ég get ekki séð að það sé nein hætta hér á ferðum og það muni ekki spilla ungum sálum þótt í lögum standi að efla beri kristilegt siðgæði barna í þessu tilviki sem eru í íslenskum leikskólum. Ég svara því þessari spurningu hv. þm. Ólafs Ragnars Grímssonar þannig að þetta verði sérstaklega athugað við samningu reglugerðarinnar.
    Þegar ég nota orðin ,,þrátt fyrir`` þá mega menn svo sem leggja það út á þann veg sem þeim sýnist, en í einum málsl. 2. gr. segir beint: ,,Að stuðla að umburðarlyndi og víðsýni barna`` o.s.frv.