Fjáraukalög 1993

154. fundur
Laugardaginn 07. maí 1994, kl. 12:15:36 (7624)

[12:15]
     Frsm. meiri hluta fjárln. (Sigbjörn Gunnarsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti meiri hluta fjárln. um frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1993, sbr. lög nr. 115/1993.
    Nefndin hefur haft frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1993 til athugunar. Með frumvarpi þessu er sótt um heimildir til endanlegs greiðsluuppgjörs A-hluta ríkissjóðs á árinu 1993.
    Í frumvarpinu kemur fram að greiðslur úr ríkissjóði séu nettó 4.414,5 millj. kr. lægri en heimildir gerðu ráð fyrir.
    Að lokinni athugun fjárlaganefndar á frumvarpinu og að teknu tilliti til þeirra skýringa sem hún hefur fengið frá fjármálaráðuneytinu fellst meiri hlutinn á þær tillögur sem fram koma í frumvarpinu og leggur til að það verði samþykkt.
    Auk þess sem hér mælir rita undir álitið Sturla Böðvarsson, Einar K. Guðfinnsson, Gunnlaugur Stefánsson, Árni Mathiesen og Árni Johnsen.