Fjáraukalög 1993

155. fundur
Laugardaginn 07. maí 1994, kl. 14:40:15 (7647)


[14:40]
     Frsm. meiri hluta fjárln. (Sigbjörn Gunnarsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það gætir nokkurs misskilnings í máli síðasta ræðumanns, Ólafs Þ. Þórðarsonar. Þetta frv. fjallar um að taka heimildir frá fjmrh. sem hann hafði fengið með lögum nr. 115/1993, þ.e.

það er verið að taka heimildir frá fjmrh. upp á 4.414,5 millj. kr.
    Hitt er svo aftur annað mál að á tveimur undangengnum þingum hafa fulltrúar í fjárln. flutt frv. sem banna aukagreiðslur úr ríkissjóði. Það mál náði ekki fram að ganga en ég vil lýsa þeirri skoðun minni hér að ég tel mikla nauðsyn til að slík lagasetning fari fram.