Áburðarverksmiðja ríkisins

155. fundur
Laugardaginn 07. maí 1994, kl. 16:28:11 (7658)


[16:28]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Eins og ég skildi ræðu hv. þm. þá er hann enn þeirrar skoðunar að rétt sé að taka upp Skipaútgerð ríkisins og að ríkið standi undir slíkum rekstri til þess að annast strandsiglingar og þjónustu hér á landi. Ég er ekki þeirrar skoðunar. En þessi afstaða hv. þm. lýsir auðvitað þeirri grundvallarskoðun hans að það sé mjög hæpið að fela einkarekstrinum rekstur fyrirtækja sem þó starfa á einkarekstrarsviði.