Áburðarverksmiðja ríkisins

155. fundur
Laugardaginn 07. maí 1994, kl. 17:17:02 (7675)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Nú stendur svo á að afbrigða þarf að leita til að þessi tillaga megi á dagskrá koma og mun nú forseti leitast við að leita þeirra afbrigða. --- Forseti vill biðja þingmenn að hafa þolinmæði andartak á meðan kannað er hversu margir hv. þm. séu í húsinu. Vel kann að vera að hv. þm. séu í skrifstofum sínum hér í kring og það verður nú kannað hvort unnt sé að fá hingað nægilega marga hv. þm.
    Forseta sýnist nú að erfitt muni reynast að ná fram afbrigðum svo þessi tillaga megi á dagskrá koma og vill því spyrja hv. þm. hvort ekki nægi að hún komi fram við 3. umr.? Forseti vill biðja hv. þm. að doka aðeins við.
    Sú mun hafa orðið niðurstaða á fundi með formönnum þingflokka að þessari umræðu verði nú frestað. Hið sama mun gilda um seinna dagskrármálið sem á dagskrá átti að vera, sem var 4. dagskrármálið.