Röð mála á dagskrá, afgreiðsla þingmála og viðvera ráðherra

156. fundur
Mánudaginn 09. maí 1994, kl. 10:37:51 (7681)


[10:37]
     Eggert Haukdal :
    Virðulegi forseti. Í upphafi þingfundar sl. laugardag, sem reiknað var með að yrði síðasti dagur þingsins, spurðist ég fyrir um afgreiðslu tveggja mála minna úr nefnd og beindi því til þáverandi forseta, hv. þm. Valgerðar Sverrisdóttur, að fylgja því máli eftir. En þingið stendur enn og ekki sér enn fyrir lok þess og ég beini til hæstv. forseta hvort hv. nefndir geti nú ekki komið saman og afgreitt þessi mál hér inn til þingsins.