Röð mála á dagskrá, afgreiðsla þingmála og viðvera ráðherra

156. fundur
Mánudaginn 09. maí 1994, kl. 10:40:33 (7684)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Það er rétt athugasemd hjá hv. 4. þm. Norðurl. v. að venjan er að fundir byrji klukkan eitt eða hálftvö hjá þingflokkum og mun forseti að sjálfsögðu taka tillit til þess, en mundi bara ekki eftir því í augnablikinu þegar þessi tilkynning var sett fram. Að sjálfsögðu er átt við þegar fundur hefst að nýju eftir hádegisverðarhlé. Það liggur ekki fyrir hvort samkomulag er um að breyta þingflokksfundartímum og þakkar forseti hv. þm. fyrir að benda á þetta og gera athugasemd við það.