Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins

156. fundur
Mánudaginn 09. maí 1994, kl. 15:53:13 (7717)


[15:53]
     Stefán Guðmundsson :
    Virðulegi forseti. Ég vil aðeins að það komi hér fram að ég tel að þessu fjármagni, sem hér er verið að tala um að verja til ríkissjóðs, sé ekki skynsamlega ráðstafað eins og lagt er til í brtt. á þskj. 668 frá meiri hluta sjútvn. Mín skoðun er sú að ef menn hefðu haft þá stefnu og það markmið að verja þessu fjármagni á einhvern annan hátt úr sjóðnum heldur en upphafleg áform voru um þá tel ég að besta sáttin um það mál hefði orðið sú, og það hefði ég viljað að orðið hefði ofan á, að verja því fjármagni öllu saman til kaupa á björgunarþyrlu sem svo sannarlega er þörf á í dag. Um það held ég að hefði orðið sem best sátt við þá aðila sem hafa verið að greiða í þennan sjóð.