Áburðarverksmiðja ríkisins

156. fundur
Mánudaginn 09. maí 1994, kl. 17:03:15 (7727)


[17:03]
     Viðskiptaráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :

    Virðulegi forseti. Ég svaraði því til áðan að það var þannig frá málum gengið af þáv. iðnrh. og núv. þingmanni Alþb., hv. þm. Hjörleifi Guttormssyni, að það skiptir engu máli hvað ráðherra vill eða vill ekki. Hann hefur ekki vald á málinu, valdið er alfarið í höndum stjórnar Landsvirkjunar og ráðherra verður samkvæmt þessu samkomulagi sem gert var af alþýðubandalagsráðherra að una þeirri niðurstöðu stjórnar Landsvirkjunar hvort sem honum líkar hún betur eða verr nema Alþingi sjái ástæðu til að breyta lögum um Landsvirkjun og samkomulagi sem gert var við eignaraðila í þá veru að fá iðnrh. þetta vald.