Áburðarverksmiðja ríkisins

156. fundur
Mánudaginn 09. maí 1994, kl. 17:41:55 (7742)


[17:41]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það er nákvæmlega það sem ég hef verið hér að gagnrýna. Það er að hér skuli vera lagt fram frv. sem fjallar nánast ekki um neitt annað en að búa til hlutafélag úr þessu fyrirtæki. Það er ekki verið að leggja fram neinar hugmyndir um framtíð fyrirtækisins sem slíks og það hefði þurft að vera hér til staðar. Þegar menn lögðu þetta mál fyrir hv. Alþingi, þá hefðu menn þurft að leggja fyrir þá framtíð sem þeir væru búnir að skipuleggja fyrir fyrirtækið. Þannig er það nú ekki. Hæstv. ráðherra hefur því miður orðið að gangast við því hér í ræðustól að það er engin framtíð fundin enn. Það er verið að skoða einhverjar leiðir og síst skal það lastað. En þannig stendur málið að undirskriftin undir EES-samninginn kostaði framtíð þessa fyrirtækis og hún mun auðvitað kosta fleira.