Áburðarverksmiðja ríkisins

156. fundur
Mánudaginn 09. maí 1994, kl. 18:08:03 (7746)


[18:08]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég svaraði spurningunni eins og hv. þm. bar hana fyrir. Ég hafði áður skýrt frá því hér í þessum ræðustól að það eru athuganir á því á vegum forstjóra og í tengslum við Áburðarverksmiðjuna hvað hægt sé að gera til þess að reyna að styrkja rekstur verksmiðjunnar í framtíðinni. Þar kemur auðvitað ýmislegt til greina.
    Ég vil líka í þessu sambandi minna á að það er eitt af vandamálunum í þessu samhengi að áburðarverð er talið nokkru hærra heldur en innfluttur áburður. Í áliti minni hluta landbn. er talað um 10% í því sambandi sem hefur verið gagnrýnt mjög af sumum bændum að sé of mikill munur og nauðsynlegt sé að gefa landbúnaðinum í hans þröngu stöðu kost á því að fá rekstrarvörur við sem ódýrustu verði.