Þróunarsjóður sjávarútvegsins

156. fundur
Mánudaginn 09. maí 1994, kl. 22:11:51 (7767)

     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Forseti vill taka fram vegna orða hv. þm. og reyndar fleiri hv. þm. að það er ekki til neitt sem heitir forsetadæmi heldur er það forsætisnefnd.
    Alþingi lætur ekki stjórnast af Sýn hf. þannig að forseti telur ekki ástæðu til þess að fara að fresta fundum þó það sé ljóst, eins og þegar hefur komið fram í máli forseta, að þessi samningur hefur verið brotinn. Mótmælum hefur þegar verið komið á framfæri vegna þessa en eins og forseti hafði áður sagt telur forseti ekki rétt að fundum Alþingis sé stjórnað af Sýn hf. Hér verður því haldið áfram fundi og síðan skulum við sjá til hvað gerist næstu 15--30 mínúturnar. ( ÓRG: Það er óskað eftir fundarhléi vegna þingflokksfunda. Þingmenn munu ekki halda áfram umræðum án þess að geta borið saman bækur sínar um það sem hér hefur gerst.) ( ÓÞÞ: Það er allt í lagi að óska eftir utandagskrárumræðu ef forseti vill það. Það er réttur hvers þingmanns.)
    Forseti gerir sér grein fyrir því að hv. þm. eru uppi með hörð mótmæli þannig að forseti telur rétt að fresta þessum fundi um 15 mínútur, til klukkan hálfellefu.