Skuldastaða heimilanna

157. fundur
Þriðjudaginn 10. maí 1994, kl. 11:10:32 (7785)


[11:10]
     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég er sannfærð um það að það er enginn sem mundi vilja skipta á húsbréfakerfinu og taka upp 86-kerfið, biðraðakerfið þar sem ungu fólki var gert að bíða í 3--4 ár eftir láni og taka verulegan hluta af skammtímaskuldum gegnum bankakerfið. Ég er sannfærð um að enginn vildi skipta á því.