Skuldastaða heimilanna

157. fundur
Þriðjudaginn 10. maí 1994, kl. 15:10:21 (7829)


[15:10]
     Petrína Baldursdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. þm. Guðni Ágústsson sagði að með þessum umræðum væri ekki verið að reyna að finna sökudólg. Þá vil ég bara spyrja: Hvar hefur þingmaðurinn verið? Þessi umræða er búin að standa hér svo til í allan dag og í málflutningi margra manna hefur einmitt verið reynt að finna sökudólginn sem á að vera sú ríkisstjórn sem nú situr. ( ÓRG: Það er bara lýsing á staðreyndum.) Ef þingmaðurinn skoðar þessa skýrslu, þá sér hann alveg hvað hefur verið að gerast allt frá árinu 1980 og ég veit ekki betur en Framsfl. hafi setið í ríkisstjórn allt frá 1971 til 1991, í 20 ár.
    Við getum þess vegna endalaust haldið svona áfram og fundið einhverja sökudólga. Ég held að við ættum frekar að reyna að beina augum okkar að því hvað er að og hvað við getum gert.