Skuldastaða heimilanna

157. fundur
Þriðjudaginn 10. maí 1994, kl. 17:24:41 (7862)


[17:24]
     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hygg að ég beri kannski ekki alveg ábyrgð á því að fólk hefur valið að byggja sér í stærra lagi hér á landi, ég held það sé varla hægt að segja það. Varðandi félagslega kerfið voru settar ákveðnar skorður um hve stórt húsnæði mætti byggja. Þegar hv. þm. segir að fólk vanti ekki íbúðir í landinu er það of mikil alhæfing, hv. þm. Það eru a.m.k. fjórir til fimm um hverja félagslega íbúð og þú talar varla fyrir hönd þeirra þegar þú lætur þessi orð falla.