Skuldastaða heimilanna

157. fundur
Þriðjudaginn 10. maí 1994, kl. 17:27:39 (7866)


[17:27]
     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hef engar handbærar tölur um það og get engu um það svarað. Ég held að það væri alveg ástæða til að gera könnun á því og fara svolítið aftur í tímann í því efni. Ég gæti vel trúað að þær aðstæður sem við búum við, efnahagsþrengingar og hvernig þjóðartekjur hafa dregist saman um kannski 25--30 milljarða, segi auðvitað til sín í kjörum fólks. Ég held að það sé alveg augljóst að miðað við þær aðstæður hafi misskiptingin ekkert aukist umfram það sem hún hefur gert á árum áður.