Skuldastaða heimilanna

157. fundur
Þriðjudaginn 10. maí 1994, kl. 17:28:22 (7867)


[17:28]
     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þetta var merkilegt svar. Fyrst sagði hæstv. félmrh. að hún hefði engar tölur um það hvort misskiptingin eða misréttið hefði aukist. Síðan fullyrti hún að misskiptingin og misréttið hefði ekki aukist. Er það bara trúaratriði hjá ráðherra í Jafnaðarmannaflokki Íslands eða er misréttið og misskiptingin svo lítið forgangsatriði í félmrn. að í þrjú ár hefur ráðherrann ekki talið það ómaksins vert að kanna það? Ef Jafnaðarmannaflokkur Íslands hefur ekki áhuga á misréttinu og misskiptingunni í þjóðfélaginu á hverju hefur hann þá áhuga?