Skuldastaða heimilanna

157. fundur
Þriðjudaginn 10. maí 1994, kl. 17:35:46 (7876)


[17:35]
    Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Varðandi vaxtabætur, ef samanburður yrði tekinn við 1991 og 1994, ég tók 1991 og 1993 áðan, þá hygg ég að hann yrði hagstæðari láglaunafólki með tekjur innan við 2 millj. vegna þess að þær breytingar sem voru gerðar á Alþingi varðandi vaxtabæturnar á sl. ári voru til að gera þær hagstæðari fyrir láglaunafólkið, en að vísu eru skertar bætur hjá þeim sem hafa hærri tekjurnar.