Stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum

157. fundur
Miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 00:31:00 (7905)


[00:31]
     Kristín Ástgeirsdóttir (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég vil taka undir það að mér þykir afar óeðlilegt að halda umræðum áfram án þess að forsrh. komi til fundarins. Það var rætt hér sérstaklega í dag varðandi þau mál sem fyrirhugað var að ræða í kvöld, annars vegar EES-málið og hins vegar Vestfjarðamálið, að þess væri óskað að forsrh. yrði viðstaddur. Ég trúi ekki öðru en að þeim skilaboðum hafi verið komið til hans. Ég veit ekki hvers vegna hann er fjarverandi en ég tek undir og ítreka það að mér finnst mjög óeðlilegt að halda þessum umræðum áfram án hans vegna þess sem hér hefur komið fram, að honum er ætlað að halda utan um þá reglugerð sem mun fylgja frv. Það er ekki annað eðlilegt en að spyrjast fyrir um það hvað menn ætla sér varðandi framkvæmd þessara laga. Ég spyr því enn einu sinni: Er von á hæstv. forsrh.? Ef svo er ekki tel ég rétt að þessari umræðu verði frestað.