Stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum

157. fundur
Miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 00:32:59 (7907)


[00:32]
     Kristinn H. Gunnarsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég vil, virðulegi forseti, ítreka þá skoðun mína að það er ekki boðlegt annað en hæstv. forsrh. verði við þessa umræðu. Hann var sagður vera á leiðinni fyrir tæpum klukkutíma og nú er hann enn á leiðinni. Og ég spyr hæstv. forseta: Hvar er þessi leið? Á hvaða leið er forsrh.? Hann er greinilega ekki á réttri leið fyrst hann er ekki kominn enn. Er hann orðinn villtur? ( Gripið fram í: Og það í borginni.) Og það í borginni.
    Virðulegi forseti. Þetta gengur ekki. Menn ná ekki niðurstöðu um þingstörf í neinum friði ef á að koma fram við þingheim eins og hæstv. ráðherra hefur gert með fjarveru sinni og eins og aðrir hæstv. ráðherrar hafa gert fyrr í kvöld eins og hæstv. sjútvrh. Ekki var hann að stuðla að því að menn næðu saman um þinglok á næstu klukkustundum eins og menn eru nú að leitast við að ná samkomulagi um.