Stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum

157. fundur
Miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 00:34:19 (7909)


[00:34]
     Páll Pétursson (um fundarstjórn) :
    Herra forseti. Ég vil láta það koma fram að þegar við þingflokksformenn hittumst fyrir kvöldmatinn og fjölluðum um hvað ætti að gera eftir kvöldmat kom ég þeirri eindregnu ósk á framfæri að forsrh. væri hér við. Ég taldi þá og tel enn að það sé alveg útilokað að ræða þetta mál öðruvísi en hæstv. forsrh. sé við. Þá þegar af þeirri ástæðu að svo undarlega vill til að það er hæstv. fjmrh. sem ber málið fram en það er hæstv. forsrh. sem á að setja reglugerðina og er það nokkur nýlunda í starfsháttum. Ég hef lært það að ríkisstjórn væri ekki fjölskipað stjórnvald en mér sýnist að þetta bendi til þess að þar hafi orðið breyting á.
    Ég treysti því að hæstv. forsrh. rati í þinghúsið enn þá og ég á bágt með að trúa því að hann villist á götunum. Hann hlýtur að fara að koma, maðurinn, því að það var þegar fyrir kvöldmat byrjað að koma til hans

boðum það að hann yrði að vera viðlátinn.