Rannsókn á afleiðingum atvinnuleysis

158. fundur
Miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 11:34:58 (7947)

     Svavar Gestsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli á því að í því svari sem kom fram hjá hæstv. félmrh. loksins í lok umræðunnar sem er mjög slæmt vegna þess að það hefði þurft að ræða það svar, upplýsti ráðherrann að það væri tilbúin reglugerð um réttindi vörubifreiðastjóra og trillusjómanna og að það væri samstaða um þá reglugerð milli fjmrh. og félmrh. Ég bað um orðið, hæstv. forseti, til þess að láta það koma fram að ég lít þannig á að í yfirlýsingu hæstv. félmrh. hafi falist loforð um að þessi breyting á reglugerðinni verði gefin út strax og stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs hefur samþykkt hana fyrir sitt leyti.