Stjórn fiskveiða

158. fundur
Miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 14:10:49 (7957)


[14:10]
     Guðjón Guðmundsson :
    Hæstv. forseti. Litlu aflamarksbátarnir eru sennilega sá flokkur útgerðar sem hefur farið verst út úr kvótakerfinu undanfarin ár. Ég tel því mjög nauðsynlegt að veita þeim einhverja lagfæringu. Ég er hins vegar ósammála því að gera það á kostnað krókaleyfisbátanna og get því ekki samþykkt þessa tillögu. Ég greiði ekki atkvæði.