Tilkynning um utandagskrárumræðu

158. fundur
Miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 15:03:42 (7973)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Forseti vill geta þess að óskað hefur verið eftir utandagskrárumræðum sem munu fara fram áður

en tillaga til þingfrestunar verður afgreidd hér á síðari fundi. Þessar utandagskrárumræður eru annars vegar um vanda skipasmíðaiðnaðarins, að ósk hv. 9. þm. Reykv., Svavars Gestssonar, og hin er um skerðingu á eingreiðslum til lífeyristryggingaþega og hún er að ósk hv. 4. þm. Norðurl. e., Steingríms J. Sigfússonar. Þetta eru hvort tveggja hálftíma umræður.