Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins

159. fundur
Miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 17:39:38 (8006)

     Forseti (Sturla Böðvarsson) :
    Forseti vill að gefnu tilefni og vegna ábendinga hv. þm. vekja athygli á því að enn er ýmislegt ógert á þessum fundi og forseta sýnist að hv. þm. séu og hafi verið vissulega fúsir til þess að vinna vel að málum hér í dag og forseti sér ekki ástæðu til þess að fresta fundi. Hann hefur orðið við þeirri ósk að fresta umræðum um tiltekið mál, en hér er á dagskrá og til umræðu 4. dagskrármálið. Það hefur enginn kvatt sér hljóðs til viðbótar og er því umræðu um það lokið og atkvæðagreiðslu frestað.