Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

159. fundur
Miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 19:00:24 (8027)


[19:00]
     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Hér er lagt til að fylgt verði þeirri tillögu sem meiri hluti umhvn. gerði tillögu um við 2. umr. málsins um reglur varðandi veiðar á fjallref. Samkvæmt þessari tillögu er gert ráð fyrir því að stjórnun veiða verði eftir reglum frá veiðistjóra og framkvæmd af sveitarstjórnum eða mönnum í umboði þeirra en öðrum séu refaveiðar óheimilar. Ég tel að það sé óeðlilegt að heimila almennar veiðar á þessum fjallkóngi íslenskrar náttúru, fjallrefnum, og ég skora á hv. þingmenn að styðja þessa tillögu meiri hluta umhvn. eins og hún lá fyrir við 2. umr. málsins.