Samstarfssamningur Norðurlanda

3. fundur
Miðvikudaginn 06. október 1993, kl. 13:37:04 (32)

[13:36]
     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir till. til þál. um staðfestingu samkomulags um breytingar á samstarfssamningi Norðurlanda. Með tillögunni sem hér um ræðir fer ríkisstjórnin þess á leit að Alþingi heimili staðfestingu breytinga á samstarfssamningi Norðurlanda. Breytingar þessar eru í framhaldi af könnun á vegum forsætisráðherra Norðurlanda á nýjum forsendum norræns samstarfs sem leiða af þátttöku Norðurlandanna í viðskipta- og efnahagssamstarfi Evrópu. Frá þessari könnun er skýrt í skýrslu forsrh. um endurmat á norrænni samvinnu sem kynnt var á Alþingi 29. okt. 1992.
    Breytingar þær sem hér um ræðir voru samþykktar að loknum viðræðum milli Norðurlandaráðs og norrænu ráðherranefndarinnar, en breytingarnar varða 1., 33., 40., 47., 48., 61., 63. og 64. greinar samstarfssamnings Norðurlanda. Hinar breyttu breinar eru birtar sem fskj. með þáltill.
    Af einstökum breytingum má nefna breytingu á 40. gr. þar sem minnst er sérstaklega á fundi forsætisráðherra og utanríkisráðherra sem samstarfsvettvang. Í 64. gr. er að finna ný ákvæði um möguleika Norðurlandaráðs til þess að leggja til breytta forgangsröðun fjármuna norrænu ráðherranefndarinnar. Með breytingu sem felst í 5. mgr. ber ráðherranefndinni að fara að tillögum Norðurlandaráðs þegar um er að ræða fjárveitingar innan gefinna fjárhagsmarka sé ekki hægt að tilgreina sérstakar aðrar ástæður. Að öðru leyti vísast til athugasemda við þáltill.
    Ég leyfi mér að leggja til, virðulegi forseti, að tillögunni verði að lokinni þessari umræðu vísað til síðari umr. og utanrmn.