Tilkynning um utandagskrárumræðu

7. fundur
Fimmtudaginn 07. október 1993, kl. 10:34:08 (70)

           [10:35]
     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti upplýsa að fyrirhuguð er utandagskrárumræða, hálftíma umræða, að beiðni hv. 8. þm. Reykn. um launagreiðslur til hæstaréttardómara. Stefnt er að því að utandagskrárumræðan geti farið fram kl. hálftvö í dag og gert er ráð fyrir að gera matarhlé milli kl. eitt og hálftvö.
    Forseti vill jafnframt minna á að gert er ráð fyrir því, þegar regluleg þingstörf hefjast í næstu viku, að reynt verður að stefna að því að utandagskrárumræður verði frekast á mánudögum, en síður á þriðjudögum og fimmtudögum ef hægt er að komast hjá því.