Gæsla íslenskra hafsbotnsréttinda

7. fundur
Fimmtudaginn 07. október 1993, kl. 12:48:25 (94)

[12:48]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég er alls ekki að fara fram á það að menn taki ákvarðanir í framhaldi af einhverjum fréttum af löndunum togara erlendis af því hvað kemur upp úr skipunum þó það geti verið athyglisvert hvernig það kemur út. En það sem ég vil vekja hér athygli á að lokum er bara það að hæstv. sjútvrh. hefur ekki svarað því hvers vegna hann hefur neitað íslenskum útgerðarmönnum um að láta rannsaka hvernig ástandið er á þessum miðum síðan þessu svæði var lokað. Og það er það sem verið er að fara fram á, að þessum veiðum verði stjórnað með vísindalegum aðferðum, það sé ekki bara skellt þarna í lás og síðan eigi ekkert að skoða svæðið og mönnum neitað um að það verði skoðað því það hefur hann gert.