Launagreiðslur til hæstaréttardómara

8. fundur
Fimmtudaginn 07. október 1993, kl. 13:47:18 (104)

[13:47]
     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Ég hygg að sú umræða sem hér fer fram sé að sumu leyti framhald þeirrar sérstæðu stöðu sem upp kom þegar Kjaradómur hafði kveðið upp laun sem hækkuðu laun þeirra sem undir hann heyrðu allverulega. Þá gerðist það að kjaradómur götunnar ákvað að þetta væru röng laun, dómurinn væri vitlaus. Kjaradómur götunnar, skipaður af ritstjórum á miklu hærri launum, tók ákvörðun um það að það væri ekkert vit í því að þessi dómur gilti. Og þessi kjaradómur götunnar streymdi hér inn á Alþingi Íslendinga. Hann gerði hæstv. forsrh. svo hræddan að hann ákvað að láta breyta þessum lögum og hafði tilstyrk til þess. Og nú brosir hæstv. fjmrh. því að það er eins og hann minnist þess að hafa upplifað þetta.
    Hitt er svo annað mál að það er jafnfáránlegt ef Alþingi Íslendinga undrast nú hvaða lög eru í gildi. Samkvæmt 12. gr. laganna, sem nú eru í gildi, segir svo með leyfi forseta:
    ,,Nefndin skal í ákvörðun sinni greina á milli fastra launa fyrir dagvinnu og launa fyrir annað sem starfinu fylgir. Hún skal og kveða á um hvernig greitt skal fyrir sérstök tilfallandi störf sem starfinu geta fylgt og kveða á um önnur starfskjör.
    Kjaranefnd skal í ákvörðunum sínum taka tillit til venjubundins vinnuframlags og starfsskyldna umfram dagvinnu. Hún úrskurðar hvaða aukastörf tilheyri aðalstarfi og hvern beri að launa sérstaklega.``
    Ég ætla ekki að lesa lengra í þessari grein, en ég vil aðeins undirstrika eitt: Hæstiréttur Íslands hefur skipað meiri hluta Kjaradóms lengi, við höfum treyst honum til þess. Hann hefur því faktískt ráðið sínum launum. Hann hefur ekki misfarið með það vald. Það var framkvæmdarvaldið íslenska sem ekki hafði þrek til að standa á niðurstöðu Kjaradóms í gegnum tíðina. Það voru fjármálaráðherrar þessa lands sem borguðu ómælda yfirvinnu til manna sem heyrðu undir þá. Og einn af þeim sem stóð að því að gera þetta er sá sem hóf hér umræðuna, því miður. En það var ekki auðvelt að komast út úr vitleysunni. En hún var

til staðar.