Heilsukort

12. fundur
Miðvikudaginn 13. október 1993, kl. 13:48:44 (241)


[13:48]
     Heilbrigðisráðherra (Guðmundur Árni Stefánsson) :
    Virðulegi forseti. Svo mætti ætla af viðbrögðum hv. þm. að ég hafi stolið af honum glæp. Þessi framkvæmd er ákaflega einföld og það er hreinn og klár útúrsnúningur og snertir ekki efni hans fyrirspurnar né heldur komið orði inn á það að ekki verði gert að sárum fólks sem lendir í óhöppum og yrði flutt ,,akút`` á spítala. Því er auðvitað ekki að heilsa. Um það er ekki að ræða. Það fær auðvitað hver sem er hér eftir sem hingað til alla þá nauðsynlegu þjónustu sem heilbrigðiskerfið kann og getur veitt.