Heilsukort

12. fundur
Miðvikudaginn 13. október 1993, kl. 13:49:23 (242)


[13:49]
     Finnur Ingólfsson :
    Virðulegi forseti. Þetta er auðvitað lýsandi fyrir það hvernig framkvæmdin verður. Hér í sinni fyrri ræðu segir hæstv. ráðherra: Framkvæmdin á að vera með þeim hætti að ef maður er ekki með kortið á sér, þá fái hann mismuninn greiddan. En ef hann lendir í slysi og er ekki með kortið á sér, þá verður þetta ekki með þessum hætti. Hvers konar réttarfar er þetta? Hvers konar reglur eru þetta sem menn eru hér að setja? Og við hvers konar rétt og reglur eiga menn að búa ef það er algerlega óvíst hver framkvæmd málsins

verður og það eru ekki nema fáir mánuðir þar til á að setja þessi kort af stað.