Efnahagsaðgerðir vegna kjarasamninga

13. fundur
Fimmtudaginn 14. október 1993, kl. 12:20:58 (282)

[12:20]
     Steingrímur J. Sigfússon (um fundarstjórn) :
    Virðulegur forseti. Mér finnst að vísu óskaplega leiðinlegt að fá ekki að kveðja mér hér hljóðs um þingsköp eins og gert hefur verið um áratuga, mér liggur við að segja alda skeið. Og ég vil nú líta svo á að ég sé í raun og veru að tala hér um þingsköp. En ég ætlaði að spyrja hæstv. forseta hvort ekki stæði til að gera hér eitthvert hádegisverðarhlé þannig að þeir sem vildu næra sig þyrftu ekki að hverfa frá umræðunni til þess. Nú skilst mér að fundur eigi að standa hér eitthvað talsvert fram eftir degi og ég held að það sé eðlilegt við þær aðstæður að það sé gert hlé á fundinum þó ekki væri nema eins og í hálfa stund þannig að þeir sem ekki vilja missa af neinu í umræðunni eigi þess kost að hverfa frá smá stund. Ég vil óska eftir að forseti svari þessu.