Efnahagsaðgerðir vegna kjarasamninga

13. fundur
Fimmtudaginn 14. október 1993, kl. 12:57:32 (290)


[12:57]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég átti nú reyndar ekki við viðhorf hv. þm. að hann ætti að kynna sér þau sérstaklega, ég býst við að hann þekki þau. Ég var að tala um viðhorf þeirra sem mæltu fyrir málinu og þá gæti hann séð hvort það væru einhver svik í tafli eða brögð í tafli. Ég bendi á að einmitt sú aðferð sem notuð var þetta bráðabirgðaár þar sem þessi gjöld voru innheimt með tekjuskattinum voru hvað skýrust vísbending um það í hvaða farveg málið hlyti að fara. --- [Fundarhlé.]