Þingfararkaup alþingismanna

13. fundur
Fimmtudaginn 14. október 1993, kl. 15:13:45 (315)


[15:13]
     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Ég vil fullvissa 1. flm. þessa máls um það að ég mun að sjálfsögðu styðja það að málið verði afgeitt út úr nefnd eftir eðlilega skoðun og anda þeirrar stefnu, sem þetta mál boðar, er ég hlynntur þó að ég geti ekki skrifað upp á frv. eins og það er orðað.
    Varðandi hlýleg orð í minn garð sem hann lét falla eins og hans var von og vísa get ég ekki látið hjá líða að minnast þess að á Bergþórshvoli sat sá maður er hvers manns vandræði leysti er á hans fund leitaði. Og ég hygg að þannig hafi það verið á undanförnum árum að menn hafi getað sagt að svo væri enn á Bergþórshvoli.