Lánsfjárlög 1994

16. fundur
Þriðjudaginn 19. október 1993, kl. 14:04:08 (367)


[14:04]
     Jón Helgason (andsvar) :
    Herra forseti. Í athugasemdum með frv. segir að með því sé horfið frá að skipta lántökuheimildum sérstaklega í innlendar og erlendar og það endurtók hæstv. fjmrh. í sinni framsöguræðu. Rökin fyrir því eru þau að frá næstu áramótum verði nær allar hömlur á fjármagnsflutningum milli landa afnumdar og verða skilin á milli erlendrar og innlendrar lántöku afar óskýr. Mig langar því að spyrja hæstv. fjmrh. að því hvort frá næstu áramótum muni það ekki liggja ljóst fyrir hversu miklar erlendar skuldir íslensku þjóðarinnar

verða.