Lánsfjárlög 1993

16. fundur
Þriðjudaginn 19. október 1993, kl. 17:03:27 (413)


[17:03]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég hef kannski ekki komið mínum skilningi eða minni meiningu nóg vel til skila hvað þetta snertir. En það sem ég var einfaldlega að fiska eftir er það að þegar við ræðum um erlend lán, eins og ég reyndi að gera í ræðu minni í dag, þá skiptir kannski ekki máli hver lánsupphæðin er eða hvað við skuldum erlendis heldur hvort við erum að fjármagna framkvæmdir sem standa undir sér og skila þeim tekjum að við stöndum undir láninu. Ég held að það sé meginmarkmiðið sem menn eiga að horfa meira á heldur en endilega hvert lánshlutfall er á hverjum tíma.