Lánsfjárlög 1993

16. fundur
Þriðjudaginn 19. október 1993, kl. 17:36:06 (430)


[17:36]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér er kunnugt um að hv. 1. þm. Vesturl. var ekki viðstaddur þegar þessi fyrirspurn var borin fram. En mér þótti samt rétt að ræða málið því að ég held að það sé í raun og veru enginn misskilningur þarna á ferðinni. Ég held að allir aðilar hljóti að hafa gert sér grein fyrir því hvernig þetta mál liggur fyrir og að ákveðnir kaflar, t.d. á veginum, bíða úrlausnar þessa verkefnis sem nú er verið að skoða. Það hefur t.d. staðið til að farið yrði í brúargerð út í Þyrilsnes og sú ákvörðun verður tekin í beinu framhaldi af því ef menn komast að þeirri niðurstöðu að það verði hætt við jarðgöngin. En verði af jarðgöngunum þá mun ekki verða farið í þá stóru framkvæmd. Menn munu síðan viðhalda veginum eins og eðlilegt er.