Lánsfjárlög 1993

16. fundur
Þriðjudaginn 19. október 1993, kl. 17:40:55 (432)


[17:40]
     Stefán Guðmundsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er kostulegur málflutningur þetta. ( HÁ: Það er nú ekki í fyrsta skipti.) Nei, það er ekki í fyrsta skipti, það er rétt, hv. þm. Halldór Ásgrímsson.
    Ég kom hér upp á undan hv. 1. þm. Vesturl. og sagði að ég styddi þetta mál sem hér væri verið að biðja um. Þá kemur 1. þm. Vesturl. og segir að það sé einkennilegt andóf okkar framsóknarmanna í þessu máli, eftir að ég er búinn að koma hér upp og lýsa yfir stuðningi við þetta mál, að rannsóknin fari fram þannig að það liggi fyrir hversu arðsöm þessi framkvæmd geti verið. Hvers lags útúrsnúningur er þetta? (Gripið fram í.) Já.
    Ég verð nú að segja hv. þm. það líka að hann þarf ekkert að leiðbeina mér hvort ég fer endilega fyrir Hvalfjörðinn, þá keyrandi, ef ég mundi ekki borga vegtollinn. Ég vildi þá bara spyrja, mætti ég kannski ekki líka fá að velja um hvort ég færi með Akraborginni?