Lánsfjárlög 1993

16. fundur
Þriðjudaginn 19. október 1993, kl. 17:42:58 (434)


[17:42]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegur forseti. Ég ætla ekki að lengja þessar umræður mikið sem hæstv. fjmrh. virðist vera búin að missa út um víðan völl og meira að segja neðan jarðar. En tilefni þess að ég kem hér upp eru nú afar sérkennileg viðbrögð hv. 1. þm. Vesturl. við því að menn skuli spyrja út í það í lánsfjárlögum að það sé verið að leita eftir heimild, eftir á í þessu tilfelli, um 50 millj. kr. lán til þess að rannsaka hvort skynsamlegt sé að grafa göng undir Hvalfjörð og draga síðan af þessu þá niðurstöðu að það sé í gangi eitthvert samsæri framsóknarmanna gegn þessari framkvæmd. Ef hv. þm. hefði fylgst með umræðunum hérna og hlustað á andsvar mitt við hæstv. fjmrh. áðan þá hefði hann heyrt mig segja að ég var að fiska eftir því hjá ráðherra hvort þarna gæti ekki einmitt verið um framkvæmd að ræða, ef rannsókn sýndi að hún væri það arðbær að það væri skynsamlegt fyrir einkaaðila að ráðast í þetta en þetta væri ekki framkvæmd sem væri fyllilega réttlætanlegt að taka erlent lán til að fjármagna.
Hæstv. ráðherra var mér sammála í því.
    Nú er það svo, hv. þm., að það er það lýðræði í Framsfl. að þar geta menn haft eilítið skiptar

skoðanir á málefnium eins og þessu. Og ég ítreka það sem ég sagði áðan að mér fannst það alveg með ólíkindum hvað það kom við hjartað á hv. 1. þm. Vesturl. að menn skuli dirfast að tala hér úr ræðustól um jarðgangagerð undir Hvalfjörð og þær lántökur sem eru nauðsynlegar til þess.